Staðsetningartæki fyrir fjölbreytt not!

Media ehf hefur nú samið við Sænska fyrirtækið Minifinder um sölu og þjónustu á staðsetningarbúnaði fyrir fólk og muni. Einnig hefur Media þróað hugbúnað og app til að gera notkun á þessum búnaði sérlega auðvelda.
Við bjóðum nú lausn fyrir aldraða, börn, útivistarfólk, ferðamenn, björgunarsveitir, lögreglu og bílaeigur.

Fjarmælingar og stjórnkerfi

1.júlí
Media hefur nú ákveðið að færa öll fjarmælikerfi og skynjara yfir á LoRa staðal. Við getum nú boðið mikið úrval LoRa skynjara sem henta vel fyrir eftirlit hjá fyrirtækjum og á heimilum. Einnig rekum við skýjaþjóna sem hægt er að aðlag hverjum viðskiptavini. Nánari upplýsingar í síma 6472000.

Prófanir á kerfum Alvican ganga vel

20 feb. 2018
Nú eru prófanir á eftirlitskerfi Alvican í fullum gangi með velferðasviði Reykjavíkur. Fljótlega verða 10 kerfi komin í gang. Einnig eru að hefjast prófanir á hjálparhnapp sem hefur einstaka eiginleka fyrir eldra fólk og þá sem eru farnir að gleyma.

Skattaafsláttur við kaup á hlutum í hlutafjáraukningu!

Media ehf sem vinnur að margvíslegum þróunarverkefnum á velferðasviði, m.a. lausnum til að gera öldruðum kleift að búa lengur heima og nýtir til þess þráðlausa tækni hefur nú hlotið staðfestingu frá Ríkisskattstjóra um að einstaklingar sem taka þátt í hlutafjáraukningu félagsins geta fengið allt að 50% afslátt af tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni vegna kaupanna.
https://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradrattur/hlutabrefafradrattur/

ROLAND með tilboð á fræsurum!

13/10/2017
Til mánaðarmóta er veglegt tilboð á MDX40A, MDX50, MDX540 og MDX540S. Hafið samband til að fá nánari upplýsingar.
Nú er þessu tilboði lokið. Við eigum von á einum MDX540 sem verður kominn upp í Hátúni um miðjan mánuðinn. Einnig er von á næstu sendingu af GS24 fólíuskerum fyrir næstu mánaðarmót.

Pages