E21 dótturfélag Media vinnur önnur verðlaun á Startup Reykjavík

Nýsköpunarfyrirtækið E21 varð í öðru sæti í Stökkpallinum á Startup Reykjavík en fyrirtækið sérhæfir sig í þróun búnaðar sem einfaldar og bætir daglegt líf eldri borgara og fatlaðs fólks. Með nemum er hægt að fylgjast með rafmagnsnotkun, vatnsneyslu og einnig býður fyrirtækið upp á sérstakan hjálparhnapp sem notast við GPS-staðsetningartækni. Í verðlaun fær E21 hálfa milljón króna og fjarskiptastuðning frá Vodafone í sex mánuði.

Ný gerð hita og rakamæla fyrir iðnað

Media hefur nú endurhannað þráðlausa hita/raka mælinn og aukið nákvæmni og rafhlöðuendingu. Þeir sem áttu pantanir vinsamlegast hafið samband við okkur. Einnig er komin uppfærsla á gáttina sem skráir mælingar og uppfærir vefsíðu mælinga. Lokaprófanir eru nú í gangi á aflestrartæki hitaveitumæla þar sem myndavél og mynd-greining er notuð til að lesa beint af gömlu Elster mælunum, hafið samband ef þið viljið fá prufueintak.

Hjartsláttur Heimilisins kynntur í Ráðhúsinu

2 febrúar síðastliðinn var viðskiptahraðallinn StartupBootcamp með kynningu á „SmartCity & Living“ verkefninu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem nefnist FASTTRACK, þar var nokkrum völdum aðilum boðið að kynna hugmyndir sínar og var Media ehf með verkefni sitt þar á meðal. Samskonar ráðstefnur voru haldnar í 13 borgum víða um heim og tvær netráðstefnur. Nú verða valdir 20 hópar úr þessum rúmlega 400 verkefnum sem hafa verið kynnt.

Media ehf fær styrk frá "Átaki til atvinnusköpunar"

Nú í desember fékk Media ehf 2 milljóna styrk í þriðju úthlutun Átaks til atvinnusköpunar 2016 sem veitt er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir hönd Iðnaðar og Viðskiptaráðuneytisins. Það var verkefnið "Sjálfstæð og örugg æviár, hjartsláttur heimilisins" sem fékk styrkinn en það er verkefnis sem komst í hóp 25 verkefna úrvals í norrænu samkeppninni "Nordic Independent Living" sem stóð yfir frá janúar 2015 til júní 2016.
Við þökkum fyrir þessa viðurkenningu á verkefninu og stefnum að því að fyrstu afurðir komi á markað fljótlega á árinu.

Ný kynslóð skynjara komin

Nýju skynjaranir okkar eru með BME280 frá Bosch sem inniheldur hita, raka og loftþrýstingsnema, þetta er algjör nýjung og erum við nú tilbúnir með bæði iðnaðar-útgáfu og einnig útgáfu fyrir hússtjórnar kerfið og Butler verkefnið. Við forritum stjórntölvuna þannig að rafhlaðan endist sem lengst og getum gert sérútgáfur fyrir krefjandi verkefni.

Internet Of Things

Nú er gáttin okkar sem notuð er meðal annars í Butler verkefnið komin með fullkomna varaleið fyrir neyðarboð sem nýtir svokallað M2M GSM kerfi Vodafone. Við höfum prófað búnaðinn bæði á Íslandi og í Danmörku og virkar allt vel og ekkert til fyrirstöðu að bjóða lausnina í allri Evrópu. Rafhlaðan endist í 6 tíma og allir skynjara kerfisins eru rafhlöðudrifnir. Nokkrir nýjir skynjarar eru að fara í prófun svo sem hjartsláttar og súrefnismettunar mælir sem notar nýjan nema frá Maxim.

Nýjungar

Media flytur inn ýmis tæki og tól til kennslu, meðal annars allan búnað fyrir svokallaðar FabLab smiðjur.

Epilog Laser

Epilog Zing - 30W

Forsetinn heimsækir Media og Frumbjörg

Föstudaginn 11 október heimsótti Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, okkur í Hátúnið og skoðaði aðstöðuna sem byggð hefur verið upp til að þróa tæknilausnir fyrir aldraða og fatlaða.

Frá afhendingu verðlaunanna á KEX Hostel á föstudag.

Pages