Ný kynslóð skynjara komin

Nýju skynjaranir okkar eru með BME280 frá Bosch sem inniheldur hita, raka og loftþrýstingsnema, þetta er algjör nýjung og erum við nú tilbúnir með bæði iðnaðar-útgáfu og einnig útgáfu fyrir hússtjórnar kerfið og Butler verkefnið. Við forritum stjórntölvuna þannig að rafhlaðan endist sem lengst og getum gert sérútgáfur fyrir krefjandi verkefni.

Internet Of Things

Nú er gáttin okkar sem notuð er meðal annars í Butler verkefnið komin með fullkomna varaleið fyrir neyðarboð sem nýtir svokallað M2M GSM kerfi Vodafone. Við höfum prófað búnaðinn bæði á Íslandi og í Danmörku og virkar allt vel og ekkert til fyrirstöðu að bjóða lausnina í allri Evrópu. Rafhlaðan endist í 6 tíma og allir skynjara kerfisins eru rafhlöðudrifnir. Nokkrir nýjir skynjarar eru að fara í prófun svo sem hjartsláttar og súrefnismettunar mælir sem notar nýjan nema frá Maxim.

Nýjungar

Media flytur inn ýmis tæki og tól til kennslu, meðal annars allan búnað fyrir svokallaðar FabLab smiðjur.

Epilog Laser

Epilog Zing - 30W

Forsetinn heimsækir Media og Frumbjörg

Föstudaginn 11 október heimsótti Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, okkur í Hátúnið og skoðaði aðstöðuna sem byggð hefur verið upp til að þróa tæknilausnir fyrir aldraða og fatlaða.

Frá afhendingu verðlaunanna á KEX Hostel á föstudag.

Epiloglaser opnar evrópuskrifstofu

Nú hefur Epilog opnað skrifstofu í Hollandi sem mun einfalda mjög sölu og afgreiðslu á tækjum og búnaði. Þar verður lager af tækjum þannig að afgreiðslutími verður ein til tvær vikur. Söluaðilar frá evrópulöndum voru boðnir á staðinn og framtíðaráform kynnt.

Nýir 3D prentarar komnir í hús

Ný sending var að detta í hús af 3D prenturum frá Flashforge.

Tvær nýjar týpur af prenturum eru komnar.

  • Finder - Nettur og ódýr prentari, fullkomin í skóla eða í smáa hluti.
  • Guider - Stærsti prentarinn hingað til, einn stútur með lausa plötu.


Smellið hér til að skoða prentara.

E21 ehf

Media ehf hefur tekið yfir rekstur á dótturfélagi sínu E21 ehf og rekur það nú sem deild í Media ehf. Með þessu móti nýtist betur mannskapur og aðstaða. Það er helst að frétta að varan er nú í prófunum hér heima og á næstu dögum einnig í Danmörku þar sem varan verður prófuð í samvinnu við velferðasvið Kaupmannahafnar, Falck A/S og Philips auk aðila frá Vekshuset og Alexandra Instituttet A/S.

Kynning á líkanasmíð með laser

Miðvikudaginn 10. águst, á milli kl. 15-18, er opið hús fyrir arkitekta og hönnuði, þar sem kynnt verður notkun á laser búnaði til smíði á líkönum.

Komið gjarnan með teikningar og skerið sjálf í margvísleg efni. Laserinn okkar tekur 1000 x 700 mm plötur.

Kaffi og léttar veitingar í boði.

Media ehf, Hátún12, 2 hæð ( gengið inn að neðanverðu ).

Við flytjum

Nú erum við að koma okkur fyrir í Hátúni 12, þar sem verið er að setja upp frumkvöðlasetur með áherslu á heilsutengdar lausni en Media hefur verið að þróa á samt dótturfélagi okkar "E21" nýjar lausnir fyrir eldra fólk.

Pages