Epiloglaser opnar evrópuskrifstofu

Nú hefur Epilog opnað skrifstofu í Hollandi sem mun einfalda mjög sölu og afgreiðslu á tækjum og búnaði. Þar verður lager af tækjum þannig að afgreiðslutími verður ein til tvær vikur. Söluaðilar frá evrópulöndum voru boðnir á staðinn og framtíðaráform kynnt.

Nýir 3D prentarar komnir í hús

Ný sending var að detta í hús af 3D prenturum frá Flashforge.

Tvær nýjar týpur af prenturum eru komnar.

  • Finder - Nettur og ódýr prentari, fullkomin í skóla eða í smáa hluti.
  • Guider - Stærsti prentarinn hingað til, einn stútur með lausa plötu.


Smellið hér til að skoða prentara.

E21 ehf

Media ehf hefur tekið yfir rekstur á dótturfélagi sínu E21 ehf og rekur það nú sem deild í Media ehf. Með þessu móti nýtist betur mannskapur og aðstaða. Það er helst að frétta að varan er nú í prófunum hér heima og á næstu dögum einnig í Danmörku þar sem varan verður prófuð í samvinnu við velferðasvið Kaupmannahafnar, Falck A/S og Philips auk aðila frá Vekshuset og Alexandra Instituttet A/S.

Kynning á líkanasmíð með laser

Miðvikudaginn 10. águst, á milli kl. 15-18, er opið hús fyrir arkitekta og hönnuði, þar sem kynnt verður notkun á laser búnaði til smíði á líkönum.

Komið gjarnan með teikningar og skerið sjálf í margvísleg efni. Laserinn okkar tekur 1000 x 700 mm plötur.

Kaffi og léttar veitingar í boði.

Media ehf, Hátún12, 2 hæð ( gengið inn að neðanverðu ).

Við flytjum

Nú erum við að koma okkur fyrir í Hátúni 12, þar sem verið er að setja upp frumkvöðlasetur með áherslu á heilsutengdar lausni en Media hefur verið að þróa á samt dótturfélagi okkar "E21" nýjar lausnir fyrir eldra fólk.

Elab.is

Media ehf rekur vefsvæðið Elab.is þar sem fjallað er um margvíslegan tækni og tölvubúnaðar, þar hefur verið safnað saman fróðleik og kennsluefni.
 
Einnig er Elab með sölu á íhlutum og mælitækjum sem nýtast þeim sem eru að kenna eða smíða frumgerðir eins og frumkvöðlum á öllum sviðum. 

Pages