Smáhýsi

Fjarstýring fyrir sumarhús!
 
Nú getum við boðið stjórntölvu fyrir sumarhús sem vaktar og stjórnar öllum búnaði.
 
Þetta er eina lausnin á markaðnum sem er algjörlega sniðin að íslenskum aðstæðum.
 
Búnaðurinn getur stjórnað hitakerfi, mælir inni og útihita, jafnvel í einstökum herbergjum og útihúsum, stjórnar rafmagnsofnum og viftum, heitum pottum og hitakútum, fylgihlutir svo sem fullkomin veðurstöð, myndavélar og öryggisnemar.
 
Stjórntölvuna er hægt að fá með GSM tengingu og rafhlöðu, einnig er hún með öflugt WiFi og mögulega langdræga radio senda auk þess að styðja möskva net sem getur hentað þar sem mörg sumarhús vilja samvirkja eftirlits kerfi sín.
 
Sendið póst á media@media.is til að fá nánari upplýsingar.