R&D - Rannsóknir og þróun

Media ehf hefur undanfarin ár þróað IoT lausnir eða Internet-Of-Things þar sem allar einingar eru nettengjanlegar. Media er með sérhæfðan tækjabúnað til að vinna með radíósenda á 455Mhz og 868Mhz tíðni. Einnig höfum við rannsakað loftnet og fyrirkomulag sem hentar Íslenskum aðstæðum. Að auki erum við með umfangsmiklar prófanir á úrvinnslu mæligagna og notkun gervigreindar til að greina högun tæknibúnaðar.
Nokkrar vörur eru nú í þróun sem byggja á þessum grunni, þar má nefna hússtjórnarkerfi og lausn fyrir eldriborgara sem notað er af www.alvican.com