Media ehf fær styrk frá "Átaki til atvinnusköpunar"

Nú í desember fékk Media ehf 2 milljóna styrk í þriðju úthlutun Átaks til atvinnusköpunar 2016 sem veitt er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir hönd Iðnaðar og Viðskiptaráðuneytisins. Það var verkefnið "Sjálfstæð og örugg æviár, hjartsláttur heimilisins" sem fékk styrkinn en það er verkefnis sem komst í hóp 25 verkefna úrvals í norrænu samkeppninni "Nordic Independent Living" sem stóð yfir frá janúar 2015 til júní 2016.
Við þökkum fyrir þessa viðurkenningu á verkefninu og stefnum að því að fyrstu afurðir komi á markað fljótlega á árinu.