Hjartsláttur Heimilisins kynntur í Ráðhúsinu

2 febrúar síðastliðinn var viðskiptahraðallinn StartupBootcamp með kynningu á „SmartCity & Living“ verkefninu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem nefnist FASTTRACK, þar var nokkrum völdum aðilum boðið að kynna hugmyndir sínar og var Media ehf með verkefni sitt þar á meðal. Samskonar ráðstefnur voru haldnar í 13 borgum víða um heim og tvær netráðstefnur. Nú verða valdir 20 hópar úr þessum rúmlega 400 verkefnum sem hafa verið kynnt. Það verður spennandi að fylgjast með því hverjir komast áfram því þeim er boðið til Amsterdam til að kynna verkefnin í 3 daga og þá verða valdir 10 aðilar til að fara í 3 mánaða vinnubúðir í Amsterdam þar sem 73% verkefna fá fulla fjármögnun. "StartupBootcamp" er stærsti viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í Evrópu.