Ný gerð hita og rakamæla fyrir iðnað

Media hefur nú endurhannað þráðlausa hita/raka mælinn og aukið nákvæmni og rafhlöðuendingu. Þeir sem áttu pantanir vinsamlegast hafið samband við okkur. Einnig er komin uppfærsla á gáttina sem skráir mælingar og uppfærir vefsíðu mælinga. Lokaprófanir eru nú í gangi á aflestrartæki hitaveitumæla þar sem myndavél og mynd-greining er notuð til að lesa beint af gömlu Elster mælunum, hafið samband ef þið viljið fá prufueintak.