E21 dótturfélag Media vinnur önnur verðlaun á Startup Reykjavík

Nýsköpunarfyrirtækið E21 varð í öðru sæti í Stökkpallinum á Startup Reykjavík en fyrirtækið sérhæfir sig í þróun búnaðar sem einfaldar og bætir daglegt líf eldri borgara og fatlaðs fólks. Með nemum er hægt að fylgjast með rafmagnsnotkun, vatnsneyslu og einnig býður fyrirtækið upp á sérstakan hjálparhnapp sem notast við GPS-staðsetningartækni. Í verðlaun fær E21 hálfa milljón króna og fjarskiptastuðning frá Vodafone í sex mánuði.