Tæknilausnir
Hugbúnaður - Vélbúnaður
Hönnum lausnir byggðar á "Edge computing" tækni. Skynjara sem nota gervigreind til að fá sem besta útkomu. Þráðlaus net og langdræg.
Erum að bæta við okkur mannskap í spennandi verkefni, ef þú ert hugmyndaríkur og úrræðagóður þá hafðu samband við okkur, sendu póst á media@media.is .
Snjall Heimili
Við forritum og setjum upp snjallheimili. Þú velur gátt (hub) og skynjara og við forritum allt saman og setjum upp stjórn-síðu og app í símann. Kennum á möguleikana og leysum tæknileg vandamál. Erum með margar lausnir eins og LoRa, RFM69, Zigbee, Zwave, WiFi, Bluetooth, GPRS, 3G/4G, og fleira. Villtu sérsmíðað íslenskt viðmót eða byggt á Amazon Echo, Google Nest Hub, Wink Hub 2, Samsung SmartThings, Apple HomeKit, OpenHAB2, Home Assistant, eða orkustýringakerfið EmonCMS.
Þarftu einfalt kerfi, pottastýringu, innbrotskerfi eða lausn fyrir mörg hús eða hverfi. Þarftu að vakta ísskáp eða frystikistu. Ertu með rafkyndingu, hitaveitu eða varmadælu. Þarftu að lesa sjálfvirkt af orkumælum? þá getum við hjálpað.
Alexa og Google Home
Media hefur útbúið tengingar milli Gáttarinnar og Alexu eða Google Home raddstýrikerfa. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að nýta þessi öflugu kerfi og samtengja þau hússtýrikerfi okkar og skynjurum.
Bluetooth 5
Media er að hanna ferlivöktun og fleiri spennandi verkefni byggð á Bluetooth BLE eða Bluetooth Low Energy sem er nú í útgáfu 5 og hefur marga nýja eiginleika. Við erum í samstarfi við Nordic Semiconductor og byggjum á nýjustu gerð af örgjörvum frá þeim eins og nRF52 seríunni. Erum með fullkomið þróunarkerfi fyrir nRF52832. https://www.nordicsemi.com
Hönnun rafeindalausna
Veitum ráðgjafa og hönnunarþjónustu við smíði rafeindatækja og rafeidabúnaðar til fyrirtækja og frumkvöðla.
- Erum með fullkomna aðstöðu til smíði frumgerða.
- Allt frá þarfagreiningu til fjöldaframleiðslu.
- Tökum einnig að okkur einstaka verkþætti.
Fjarstýring fyrir sumarhús!
Nú getum við boðið stjórntölvu fyrir sumarhús sem vaktar og stjórnar öllum búnaði.
Þetta er eina lausnin á markaðnum sem er algjörlega sniðin að íslenskum aðstæðum.
Búnaðurinn getur stjórnað hitakerfi, mælir inni og útihita, jafnvel í einstökum herbergjum og útihúsum, stjórnar rafmagnsofnum og viftum, heitum pottum og hitakútum, fylgihlutir svo sem fullkomin veðurstöð, myndavélar og öryggisnemar.
Stjórntölvuna er hægt að fá með GSM tengingu og rafhlöðu, einnig er hún með öflugt WiFi og mögulega langdræga radio senda auk þess að styðja möskva net sem getur hentað þar sem mörg sumarhús vilja samvirkja eftirlits kerfi sín.
Sendið póst á media@media.is til að fá nánari upplýsingar.
Internet Of Things
Media ehf hefur undanfarin ár sérhft sig í þráðlausum samskiptum og notkun þeirra við gerð mælibúnaðar og skynjara samkvæmt IoT eða Interneti Hlutanna. Allar eininga hafa auðkenni eða IP tölu og gera talað saman hver við aðra eða við samskiptagátt sem opnar leið frá mælieiningu beint á Internetið.
Machine To Machine
Þegar sjálfstæðar tölvueiningar senda boð beint sín á milli án aðkomu manns er talað um M2M samskipti sem er víðtæk skilgreining á samskiptum nettengdra eininga.
Skýjaþjónusta
Media ehf rekur öflugan "Cloud" server sem tekur við og vinnur úr boðum frá margvíslegum skynjurum, Einnig svokallaðan APN í gsm kerfinu sem tekur við boðum frá búnaði með GSM eða sendir boð í síma.
Sérhæfður búnaður vinnur gögnin og vistar í tímaraða formi. Notendur geta valið margvísleg forrit til að hafa aðgang að gögnum sínum á tölvu eða í síma. Þjónustur vakta gögnin og geta gert ráðstafanir ef mæligögn gefa tilefni til og sent viðvaranir.
R&D - Rannsóknir og þróun
Media ehf hefur undanfarin ár þróað IoT lausnir eða Internet-Of-Things þar sem allar einingar eru nettengjanlegar.
Media er með sérhæfðan tækjabúnað til að vinna með radíósenda á 455Mhz og 868Mhz tíðni.Einnig höfum við rannsakað loftnet og fyrirkomulag sem hentar Íslenskum aðstæðum.
Að auki erum við með umfangsmiklar prófanir á úrvinnslu mæligagna og notkun gervigreindar til að greina högun tæknibúnaðar.
Nokkrar vörur eru nú í þróun sem byggja á þessum grunni, þar má nefna hússtjórnarkerfi og lausn fyrir eldriborgara sem notað er af www.alvican.com
Sérlausnir
Media hefur unnið mikið af verkefnum fyrir fyrirtæki eins og Gagarín, verkefni í Eldheima sýninguna í Vestmannaeyjum, Gagnvirka orkusýningu Landsvirkjunar í Ljósafossstöð og nú síðast Lava - Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands á Hvolsvelli.
Margvíslegan rafeindabúnað fyrir Óbyggðaserur Íslands á Austurlandi. LED ljósa verkefni fyrir Frönsk tískufyrirtæki. Norðurljósabúnað fyrir GrayLine rútur og fl.